Sunnudagur 14. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Amber Heard áfrýjar: „Við teljum dómstóllinn hafa gert mistök“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Amber Heard áfrýjaði í gær úrskurði dómstólsins í Virginíu frá 1. júní síðastliðnum. Í niðurstöðu dómsins var henni gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Depp, rúmlega 10 milljónir bandaríkjadala vegna meiðyrða. Réttarhöldin vöktu heimsathygli. Guardian greindi frá.

Lögfræðingar Heard lögðu fram gögn fyrir héraðsdómi í Fairfax-sýslu, þar sem fram kemur að Heard áfrýji dómnum sem og úrskurði hans.

Lögmenn Heard vilja meina að skjólstæðingur þeirra hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð og því áfrýi þeir dómum. Talsmaður Heard sagði: „Við teljum dómstóllinn hafa gert mistök sem komu í veg fyrir réttlátan og sanngjarnan dóm í samræmi við stjórnarskrána. Við áfrýjum því dómnum,“ 

Og bætir svo við „Við gerum okkur grein fyrir því að umsóknin í dag muni kveikja elda á Twitter, þá eru þetta skref sem við verðum að taka til að tryggja bæði sanngirni og réttlæti.

Hér má lesa grein Guardian í heild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -