2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Árásarmaðurinn í Nova Scotia varð 22 að bana

Kanadískur karlmaður sem keyrði víða um Nova Scotia-fylki í Kanada um helgina og skaut á og myrti fólk varð 22 að bana í árásinni. Í fyrstu var greint frá að minnst 16 væru látnir en en að óttast væri að fleiri hefðu látist í árásinni.

Byssumaðurinn, hinn 51 árs Gabriel Wortman, keyrði um á bíl sem var dulbúinn sem lögreglubíll á meðan á árásinni stóð.

Hann hóf að skjóta á fólk á laugardaginn en var stöðvaður aðfaranótt mánudags eftir bílaeltingaleik sem endaði við bensínstöð við fjölfarnasta þjóðveg Nova Scotia, um 35 kílómetra norður af Halifax. Þar féll hann fyrir skotum lögreglu.

Meðal fórnarlamba hans voru lögreglukona sem sinnti eftirför, 17 ára stúlka og barnshafandi heilbrigðisstarfsmaður.

AUGLÝSING


Lögregla rannsakar nú árásina er árásarmaðurinn er talinn hafa þekkt sum fórnarlömb sín en skotið aðra af handahófi. Talið er að rannsókn málsins geti tekið marga mánuði.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum