2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Bað kærustunnar í Iceland eftir að bónorðsferðinni til Íslands var aflýst

Breskur hjúkrunarfræðingur gerði það besta úr stöðunni sem kom upp eftir að fluginu sem hann hafði pantað til Íslands til að biðja kærustunnar þar var aflýst.

Hann gerði sér lítið fyrir og féll á kné í einni af verslunum verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi og bar upp bónorðið. Unnustan sagði já.

Eftir að hafa fengið tilkynningu um að fluginu til Íslands væri aflýst á mánudaginn datt Robert Ormsby það snjallræði í hug að lokka kærustuna, Patsy Murdoch, með sér í Iceland-verslunina í heimabæ sínum í Kent í Englandi. Hann hafði boðið henni út að borða sem uppbót fyrir ferðina aflýstu en þóttist þurfa að koma við í Iceland til að versla svolítið. Þar fann hann auðan gang og henti sér á skeljarnar.

Patsy segir í samtali við BBC að hún hafi fyrst „hlegið móðursýkislega“, en flýtt sér að segja já og hann hafi dregið hringinn á fingur hennar á staðnum.

AUGLÝSING


Mynd af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarna daga og segist parið lukkulega vera mjög ánægt með að hafa getað glatt fólk með uppátækinu á þessum síðustu og verstu tímum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum