Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Bandaríski stórleikarinn Ray Liotta er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski leikarinn Ray Liotta er látinn, en hann var 67 ára gamall.

Liotta lést í svefni í Dóminíska lýðveldinu; en þar var hann staddur við tökur á kvikmyndinni Dangerous Waters. Ekki er vitað á þessari stundu hver dánarörsök hans var.

Leikarinn átti að baki langan og flottan kvikmyndaferil í Hollywood og átti auðvelt með að bregða sér í allra kvikinda líki; allt frá ljúfmennum upp í harðsvíraða glæpamenn.

Ray Liotta lék í tæplega 90 kvikmyndum á ferli sínum sem spannaði ein 40 ár.

Hann er er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Henry Hill í kvikmyndinni Goodfellas í leikstjórn Martin Scorsese; en myndin var frumsýnd árið 1990 og þykir með þeim allra bestu glæpamyndum kvikmyndasögunnar.

- Auglýsing -

Liotta fæddist í New Jersey þann 18. desember árið 1954 og lést fyr í dag.

Æska hans var erfið, en var yfirgefinn á munaðarleysingjaheimili þar til hann var ættleiddur aðeins sex mánaða gamall; hann hlaut Golden Globe tilnefningu árið 1986 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Something Wild; fór síðan með aðalhlutverkið í Field of Dreams árið 1989, rétt áður en hann landaði hlutverkinu í Goodfellas, sem gerði hann að heimsfrægum leikara.

- Auglýsing -

Ray Liotta lætur eftir sig unnustu og dóttur. Blessuð sé minning hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -