Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Banvæn sveppasýking herjar á Bandaríkin – Tilfelli aukast á ógnvænlegum hraða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Banvæn sveppasýking dreifist nú á „ógnvænlegum“ hraða í Bandaríkjunum að sögn miðstöðvar fyrir sjúkdómavarnir og forvarnir (e. CDC).

Samkvæmt skýrslu CDC, sem BBC segir frá, en tilfellum banvæns sveppasýkingar nærri tvöfaldaldaðist í Bandaríkjunum árið 2021. Fóru þau úr 756 og upp í 1.471.

Candida auris er nafnið á sveppasýkingunni en heilbrigt fólk er ekki í hættu gagnvart henni en þau sem hafa veikt ónæmiskerf eða þurfa að notast við öndunarvél eða hollegg, geta orðið afar veik og jafnvel dáið af völdum sýkingarinnar.

Meirihluti þeirra sem voru rannsakaðir voru ónæmir fyrir sveppalyfjameðferð. Af þessari ástæðu hefur CDC kallað þetta „aukna ógn við sýklalyfjaónæmi.“ Fjölmargir sjúklingar liggja inn á spítölum með sýkinguna sem og á dvalarheimilum.

Einn af hverjum þremur sjúklinga með ífarandi sýkingar deyja en það getur reynst erfitt að meta nákvæmlega hversu stóra rullu Candida auris sveppasýkingin hefur spilað í andlátum viðkvæmra sjúklinga, að sögn sóttvarnarlæknis á vegum CDC, Dr. Meghan Lyman.

Fyrst var greint frá sýkingunni í Bandaríkjunum árið 2016. Stærsta stökkið í tilfellum varð frá 2020 til 2021, samkvæmt gögnum CDC sem birtust í læknavísindablaðinu Annals of Internal Medicine.

- Auglýsing -

CDC rekur aukninguna til lélegra sýkingavarna á heilsugæslustöðvum og aukinni skimunaraðgerðum. Það gæti einnig hafa versnað vegna álags á heilbrigðisþjónustu og opinbert heilbrigðiskerfi meðan á Covid-19 heimsfaraldrinum stóð.

Dr. Lyman, sagði við CBS News að aukningin „leggi áherslu á þörfina á áframhaldandi eftirliti, aukinnar rannsóknargetu, hraðari greiningarpróf og aðhald við forvarnir sem vitað er að virki og eftirlit.“

Önnur lönd hafa einnig verið að sjá aukningu á Candida auris tilfellum.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -