Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

„Bara annað okkar er að segja satt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Virginia Giuffre, konan sem hefur ásakað Andrew hertoga af York um að hafa nauðgað sér þegar hún var 17 ára, biðlar til bresku þjóðarinnar um að standa með sér og senda þau skilaboð að gjörðir hans séu ekki í lagi.

Þetta kemur fram í viðtali sem Giuffre veitti breska þættinum Panorama en þar segir hún að Ghislaine Maxwell, náin vinur Jeffrey Epstein, hafi gert henni að stunda kynlíf með Andrew. Epstein tók eigið líf í fangelsi í Bandaríkjunum í ágúst sl.

Í viðtalinu lýsir Giuffre því m.a. hversu ógeðfellt henni þótti að dansa við hertogann en hún hafi viljað gera Epstein og Maxwell til geðs. Í bíl á leið heim af næturklúbb hafi Maxwell sagt við hana að hún þyrfti að gera það fyrir Andrew sem hún gerði fyrir Epstein og að í kjölfarið á því hafi hún stundað kynlíf með hertoganum heima hjá Maxwell.

Andrew hefur gefið í skyn að myndin sé fölsuð

Viðtalið við Giuffre var tekið upp áður en Andrew veitti Newsnight afar umdeilt viðtal og svarar því ekki því sem fram kom þar. Hún ítrekaði þó við Panorama að hún stæði við frásögn sína,

Í fyrrnefndu Newsnight viðtali þvertók hertoginn fyrir að kannast við Giuffre og gaf í skyn að mynd sem sýnir þau saman væri fölsuð.

„Hann veit hvað gerðist. Ég veit hvað gerðist. Og bara annað okkar er að segja satt,“ sagði Giuffre við Panorama. „Þetat er ekki einhver sóðaleg kynlífsfrásögn. Þetta er saga um mansal.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -