Nokkrir slösuðust þegar bifreið var ekið á hóp fólks sem fagnaði því að Philadelphia Eagles komst í úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta.
Það sem hefði átt að vera hátíðarkvöld fyrir íbúa Fíladelfíu breyttist skjótt í eitthvað annað þegar bíll ók á gangandi vegfarendur sem voru að yfirgefa Eagles-undanúrslitaleikinn en nokkir slösuðust.

Myndband af eftirleik árekstursins sýnir óhugnanlegan vettvang, þar sem lögreglumenn stormuðu að ökutæki sem keyrði inn í mannfjölda nálægt Center City-hverfinu í Fíladelfíu í gærkvöldi.
Atvikið átti sér stað um 21:30, ekki löngu eftir að Eagles sigruðu Washington Commanders á Lincoln Financial-vellinum í baráttu um NFC Championship-titilinn og sæti í Ofurskálinni.
Samkvæmt lögreglunni í Fíladelfíu er ökumaðurinn nú í haldi þó þeir telji að slysið hafi verið óviljandi. Hinir þrír vegfarendur sem slösuðust í atvikinu, hlutu ekki lífshættulega áverka að sögn lögreglunnar.
Hér má sjá myndskeiðið: