Fimmtudagur 28. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Bóndi gefur eiginkonu sinni 1,2 milljónir blóma

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bóndi gróðursetti 1,2 milljónir sólblóma fyrir eiginkonu sína.

Bóndi í Kansas að nafni Lee Wilson gaf eiginkonu sinni ótrúlega brúðkaupsafmælisgjöf. Hann vissi að eiginkona sín dýrkaði sólblóm svo hann ákvað að gróðursetja 1,2 milljónir sólblóma til að fagna 50 ára brúðkaupsafmæli þeirra en þau giftu sig 10. ágúst 1973. Lee fékk son sinn til að aðstoða við gróðursetninguna og tókst þeim að fela gjörningin frá eiginkonu Lee.

„Þetta fékk mig til líða eins og ég væri sérstök,“ sagði Renee Wilson. „Það er ekki hægt að fá betri brúðkaupsafmælisgjöf en stóran akur af sólblómum.“

Akurinn er strax orðinn vinsæll hjá ferðamönnum en fólk verður að drífa sig á staðinn sem fyrst ætli það að sjá blómin en talið er að þau verði visnuð eftir tvær vikur.

Hægt er að sjá myndband af akrinum hér fyrir neðan

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -