2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Bragð- og lyktarskynið ekki alveg komið til baka

Karl Bretaprins greindist með COVID-19 í mars og finnur ennþá fyrir einkennum sjúkdómsins. Karl missti bragð- og lyktarskynið þegar hann veiktist og er ekki enn þá búinn að endurheimta það að fullu.

Þessu sagði Karl heilbrigðisstarfsfólki frá þegar hann, ásamt Kamillu eiginkonu sinni, heimsótti sjúkrahúsið í Gloucestershire á Englandi.

Í heimsókn sinni ræddu þau málin við starfsfólk sjúkrahússins og Karl lýsti upplifun sinni á sjúkdómnum.

Jeff Mills, einn starfsmaður sjúkrahússins sem átti fund með hjónunum, sagði í samtali við BBC að Karl hefði greint frá því að hann væri ekki enn búinn að endurheimta lyktar- og bragðskynið að fullu. Karl greindi þó frá því skömmu eftir að hann veiktist að hann hefði sloppið ágætlega og ekki orðið mikið veikur.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum