Sunnudagur 3. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Breskur ofurhugi hrapaði til bana á Spáni: „Við reyndum öll að tala hann af þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breskur áhrifavaldur féll til bana þegar hann reyndi að klífa hæstu brú Spánar án öryggisbúnaðar.

Fjölskylda hins 26 ára Lewis Stevenson, 26, er sögð hafa varað hann við að klifra upp 192 metra háu Castilla La Mancha-brúnna í Talavera de la Reina á Spáni en að hann hafi tekið áskoruninni þrátt fyrir það. Hann ætlaði sér að taka ljósmynd fyrir samfélagsmiðla sína en hrapaði til dauða síðastliðinn sunnudag.

Instagram-síða hans er full af ljósmyndum þar sem sjá má hann stilla sér upp ofan á háum byggingum og risastórum mannvirkjum um allan heim, þar á meðal í New York borg, en hinn ungi maðurinn er sagður hafa „gert það sem hann gerði, sér til ánægju“.

En fjölskylda Lewis er nú algjörlega miður sín. Kærasta hans, Savannah Parker fór á samfélagsmiðla til að lýsa sorg sinni yfir harmleiknum og lýsti dauða maka hennar sem „martröð“. Afi Lewis, Clifford Stevenson, 70, sagði: „Við reyndum öll að tala hann af þessu. Við vorum alltaf að reyna að tala hann af því að gera þessa hluti en svona var hann bara. Hann elskaði að gera þetta, hafði alltaf trú á því að þetta yrði í lagi. Hann gerði það sem hann gerði sér til ánægju. Hann fékk enga peninga fyrir það, hann var ævintýramaður.“

Lewis safnaði fjölmörgum fylgjenum á samfélagsmiðlum með ógnvekjandi glæfrabrögðum sínum. Margir þeirra lýstu sorg sinni yfir andláti hans. Einn skrifaði á Instagram: „Að þekkja þig hefur verið ein mestu forréttindi lífs míns. Og að missa þig er mesta sorg lífs míns. Engin orð á heimskulegri Instagram-færslu munu lýsa því hversu mikið ég sakna þín. Þú munt alltaf vera hugrakkasta, umhyggjusamasta og fyndnasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég er stoltur af hverri byggingu, hverju þaki, hverri stundu okkar saman. Besti vinur minn, bróðir minn. Hvíldu í friði, við munum hittast aftur einn daginn.“

Annar ofurhugi birti ljósmynd af Lewis sitjandi á skýjakljúfi í New York og skrifaði: „Undanfarin sjö ár kynntir þú fyrir mér nýjan skilning á frelsi, sem breytti lífssýn minni gríðarlega og gaf mér leiðsögn um mína eigin skapandi vinnu, þú varst alltaf að hvetja mig og veita mér innblástur. Ég er ævinlega þakklátur fyrir tækifærin sem þú gafst mér og fólkið sem þú kynntir fyrir mér.“

- Auglýsing -

Lewis var skrifstofumaður frá Derby, þar sem kærasta hans, Parker, bjó en hún skrifaði á samfélagsmiðlum sínum: „Klukkan er fimm að morgni og ég hef hvorki borðað né sofið. Vill einhver segja mér að þetta sé martröð? Mér líður ofboðslega illa með að þú komir ekki aftur. Gerðu það, komdu aftur. Vinsamlegast svaraðu í símann.“

Að klifra mannvirki án beisla er áhættusamt tískufyrirbrigði, sem hefur náð vinsældum eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar. Lewis sýndi sumar „þaktoppanir (e. rooftopping)“ sínar sem hann framkvæmdi um allan heim á Instagram-síðu sinni undir nafninu expedition, segir í Mail Online.

Svimandi myndir af Stevenson ofan á skýjakljúfi í New York og hvíla á málmbjálka með útsýni yfir Lundúnaborg voru meðal þeirra mynda sem Stevenson birti. Aðrar ljósmyndir sýndu ofurhugann hangandi neðan úr mannvirki í Króatíu og hótelþaki í Mexíkóborg.

- Auglýsing -

Áhrifavaldurinn fannst látinn fyrir neðan brúnna á Spáni á sunnudag. Það er óljóst hversu hátt Lewis komst upp í mannvirkið þegar hann missti jafnvægið, en hæst nær brúin um 192 metra. Yfirvöld segjast halda áfram að rannsaka harmleikinn.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -