Föstudagur 11. október, 2024
-1 C
Reykjavik

Breti heppinn að sleppa lifandi frá flóðhestaárás – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litlu mátti muna að flóðhestur dræpi Breta.

Flóðhestur réðst á hinn breska Roland Cherry þegar hann var í fimm vikna safaríferð með eiginkonu sinni um Afríku. Hjónin voru stödd í Sambíu í bátsferð þegar flóðhesturinn réðst á bátinn og náði í leiðinni taki á Cherry. Eiginkona hans náði að synda í land en Cherry fór úr axlarlið þegar dýrið réðst á þau og komst ekki í burtu frá því.

Samkvæmt hjónunum dró flóðhesturinn Cherry niður á botninn á ánni og sleppti svo takinu á honum. Cherry náði á endanum að komast á þurrt land og var mikið slasaður en náði að komast undir læknishendur. Hann sagði við fjölmiðla að teldi sig heppinn að vera á lífi og sagði að einn af skurðlæknum hans hafi aldrei heyrt um einhvern sem hafi sloppið lifandi frá flóðhesti en þeir eru nokkuð algengir á svæðinu.

Reiknað er með að Cherry nái fullum bata.

092624 man attacked by hippo sub

092624 man attacked by hippo sub 3

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -