Fimmtudagur 25. maí, 2023
8.1 C
Reykjavik

Dæmdur kynferðisbrotamaður myrti fimm unglinga í Oklahoma: „Okkur grunaði aldrei neitt misjafnt“ 

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sjö manneskjur eru látnar, þar á meðal fimm unglingar, eftir skotárás í dreifbýli fyrir utan smábæinn Henryetta í Oklahoma, Bandaríkjunum. Skotmaðurinn er talinn hafa framið sjálfsvíg eftir ódæðið.

Perez Hilton, af öllum mönnum, segir frá málinu á síðu sinni. Þar kemur fram að á mánudaginn hafi lögreglumenn frá Okmulgee-sýslu verið að leita að tveimur unglingum sem tilkynnt hafði verið að væru týndar. Það voru þær Ivy Webster, 14 ára og Brittany Brewer, 16 ára en foreldrar þeirra tilkynntu hvarf þeirra eftir að stelpurnar gistu heima hjá vini þeirra yfir helgina. Þegar þær skiluðu sér ekki heim á sunnudagskvöld var haft samband við lögregluna.

Lögreglan fór á staðinn þar sem stúlkurnar voru taldar hafa verið, á mánudagsmorgun en við þeim blasti hræðileg sýn. Utandyra, úr alfaraleið, fann lögreglan lík sjö manneskja, þar á meðal þeirra Webster og Brewar og þriggja annarra unglinga. Voru það Elizabeth Allen, 17 ára, Michael James Mayo, 15 ára og Tiffany Dore Guess, 13 ára. Þá fannst móðir Tiffany, Holly Guess, sem og eiginmaður hennar og stjúpfaðir Tiffany, Jesse McFadden. Samkvæmt lögreglunni er talið að McFadden, sem var dæmdur nauðgari, talinn hafa skotið eiginkonu sína og unglingana fimm og síðan framið sjálfsvíg.

Samkvæmt The Oklahoman voru unglingarnir allir nánir vinir sem höfðu notið þess að halda gistikvöld í nokkur ár. Móðir Ivy, Ashleigh Webster sagði fjölmiðum að dóttir hennar hafi verið besta vinkona Tiffany. Sagðist hún þó ekki hafa vitað mikið um stjúppabba hennar, McFadden en hann var nýr eiginmaður móður hennar, Holly. „Við könnuðust bara við hann í gegnum vináttu barnanna okkar, við töluðum saman um að sækja börnin, skutla og fleira slíkt. En við vorum ekki vinir þess utan en við höfðum hitt hann og Holly margoft.“

Það sem fjölskyldur fórnarlambanna vissu ekki var sú staðreynd að McFadden var dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun árið 2003 en honum hafði verið sleppt árið 2020. Þá átti hann að mæta fyrir dómara á mánudaginn út af kæru vegna barnakláms sem hann hafði í fórum sínum. Hann mætti hins vegar ekki í réttinn og var því lögreglan komin með handtökuskipun á hendur honum.

Faðir Ivy, Justin Webster sagði: „Tiffany Guess og dóttir okkar voru bestu vinir en við vissum í raun ekkert um þennan náunga. Okkur fannst hann svolítið skrítinn en okkur leið vel með vináttuna, sérstaklega vitandi að nokkrir vinir dóttur okkar voru oft með þeim þar að hanga. Þau fóru stundum þangað um helgar.“ Bætti hann við: „Tiffany kom stundum og gisti hjá okkur yfir helgar en okkur grunaði aldrei neitt misjafnt.“

- Auglýsing -

Fjölskyldur fórnarlambanna eru afar ósátt að vita nú, að McFadden hafi búið í samfélagi þeirra án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um hans glæpasögu.

Justin ræddi við KFOR-TV sjónvarpsstöðina um McFadden og það hvernig fjölskylda hans hafi fyrst frétt af fortíð hans eftir að harmleikurinn hafði átt sér stað. „Ég er reiður kerfinu og ég held að allir í þessu landi ættu að vera reiðir út í kerfið. Þetta er maður sem hafði áður setið inni. Hann var kynferðisglæpamaður og honum var sleppt fyrr en dómurinn hafði kveðið á um. Og ef þú spyrð mig, þá finnst mér að ef þú gerir mistök einu sinni, ættirðu að sitja inni alla ævi.“

McFadden játaði á sig nauðgun árið 2003 og var dæmdur í 28 ára fangelsi en var sleppt árið 2020, 17 árum síðar. Á meðan hann sat enn inni var hann sakaður um að senda nektarmyndir til manneskju undir lögaldri í gegnum síma sem hann hafði komist ólöglega yfir. Var hann að lokum kærður fyrir tvo ákæruliði sem snéru að því að biðja um kynferðislega hegðun með ólögráða einstaklingi með því að nota tækni, og einn ákærulið sem snéri um vörslu barnakláms. Á mánudaginn átti hann að mæta fyrir dómara vegna málsins en eins og áður hefur komið fram, mætti hann ekki.

- Auglýsing -

Móðir Holly og amma Tiffany, Jan Mayo, sagði í viðtali við Tulsa World að McFadden hafi verið svikahrappur sem hefði logið að Holly um fortíð sína. Sagði hún að maðurinn hefði borgað konu til að hringja í Holly og þykjast vera konan sem McFadden var dæmdur fyrir að nauðga árið 2003. Hún hafi sagt Holly hinu „raunverulegu sögu“ um nauðgunina sem Holly hafi trúað. Segist Jan hafa komist að þessu eftir að „fórnarlambið“ hafi hringt í fjölskylduna eftir að fréttir af harmleiknum fór í fréttirnar og sagt þeim að henni hafi verið borgað til að ljúga að Holly. „Dóttir mín myndi aldrei gera neitt til að skaða börn sín. Hún hafði ekkert með þetta að gera.“

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun News Nation um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -