2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Dolly Parton les kvöldsögur fyrir heimsbyggðina

Stórstjarnan Dolly Parton ætlar að leggja sitt af mörkum til að róa skelfda heimsbyggð á þessum síðustu og verstu tímum með því að lesa kvöldsögu í beinni útsendingu á hverju kvöldi í tíu daga. Sögurnar velur hún sjálf úr bókasafni sínu  Dolly Parton’s Imagination Library og fyrsti lesturinn verður 2. apríl en þá mun söngkonan lesa bókina The Little Engine That Could.

Dolly kallar þættina Good Night With Dolly, Góða nótt með Dolly, og hægt verður að hlusta á lesturinn í beinni útsendingu á prófílum bókasafnsins á  YouTubeFacebookTwitter og Instagram.

Kántrísöngkonan, lagasmiðurinn, leikkonan og skemmtigarðseigandinn Dolly Parton hefur lengi barist fyrir því að auka áhuga barna á lestri og bókum og sendir meðal annars 850.000 börnum eina bók í hverjum mánuði. Í tilkynningu um upplesturinn á vef bókasafns hennar segir:

AUGLÝSING


„Ég vona að þessi gjöf verði til þess að auka enn frekar ástina á bókum og sameiginlegum sögutímum á þessum mikilsverðu tímum. … Eins og ég segi alltaf – Við getum ekki stjórnað vindinum, en við getum hagað seglum eftir vindi – og það er einmitt það sem við ætlum að gera, saman.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum