Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Ef við eigum 40 milljarða fyrir Úkraínu hljótum við að geta tryggt öryggi fólks hér heima“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sá umdeildi fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill meina að sá svarti sjálfur sé með í spilunum þegar kemur að öllum skotárásunum sem eiga sér stað á hverju ári í landinu; hann segir að hið illa og sjálf illska mannanna séu helsta orsökin fyrir því hversu margar banvænar skotárásir eru framdar í Bandaríkjunum; ekki skotvopnin eða lögin sem um þau gilda.

Þetta og margt fleira kom fram í ræðu Trumps á ársfundi NRA, hagsmunasamtaka byssueigenda, í ríkinu Texas í gær.

Þar hélt forsetinn fyrrverandi Trump rúmlega klukkustundarlanga ræðu á ársfundi NRA í Houston, aðeins örfáum dögum eftir að 18 ára piltur ruddist inn í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas og skaut til bana nítján börn og tvo kennara.

Trump vill fyrst og fremst auka til muna öryggisgæslu í skólum Bandaríkjanna:

„Það verða alltaf til djöfullegar og fársjúkar sálir sem vilja skaða saklaust fólk og sjá hið illa leggja hið góða að velli,“ sagði hann.

Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz hafði áður sett illskuna í aðalhlutverk vegna voðaverkanna, en kenndi byssum alls ekki um, ekki frekar en forsetinn fyrrverandi sem sagði meðal annars að „tilvist hins illa er sterkasta röksemdin fyrir því að vopna löghlýðna borgara. Tilvist hins illa er ekki röksemd fyrir því að afvopna löghlýðna borgara sem vita hvernig á að fara með vopnin sín, og geta þannig verndað mikinn fjölda fólks.“

- Auglýsing -

Sakaði Trump pólitíska óvini sína um að nýta sér „ógeðslega glæpi geðveikra einstaklinga og þær hryllilegu þjáningar sem af þeim leiða, einungis til að vinna að því að afla öfgafullum stefnumálum sínum fylgi.

Einnig gagnrýndi Trump harðlega þá miklu og kostnaðarsömu aðstoð sem Bandaríkin veita nú Úkraínu í stríðinu við Rússa í Úkraínu; sagði að frekar ætti að verja þeim fjármunum til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna:

„Þetta snýst um vilja og er alls ekki bara spurning um peninga; ef Bandaríkin eiga fjörutíu milljarða dala aflögu til að senda til Úkraínu, þá hljótum við að geta tryggt öryggi fólks í sínu eigin landi,“ sagði forsetinn Trump.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -