2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Breska ferðaskrifstofan Thom­as Cook í þrot

Þúsundir manna eru nú í vandræðum vegna gjaldþrots bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook. Öllum ferðum á vegum fyrirtækisins hefur verið aflýst.

Breska ferðaskrifstofan Thom­as Cook er gjaldþrota. Bresk flugmálayfirvöld tilkynntu í nótt að fyrirtækið hafi lagt niður alla starfsemi og öllum ferðum á vegum fyrirtækisins hefur verið aflýst.

Talið eru að um 150.000 breskir ferðalangar séu nú strandaglópar víða um heim vegna gjaldþrotsins. Þá er talið gjaldþrot félagsins hafi áhrif á um hálfa millj­ón farþega sem eru á ferðalagi á veg­um Thom­as Cook.

Gjaldþrot Thomas Cook mun þó hafa lítil eða engine áhrif hérlendis. Þetta segir Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, í samtali við mbl.is.

Um 22.000 manns störfuðu hjá félaginu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum