Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Efnavopn Rússa valda öndunarbilunum og skertri hreyfigetu – „Þetta var rétt ákvörðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmislegt bendir til þess að rússneskir hermenn hafi nú notað efnavopn gegn úkraínska hernum en fjallaði The Guardian um málið. Asov hersveitin hefur sagt frá því að eiturefnum hafi verið varpað úr flugvélum rússa og glími nú hermenn og óbreyttir borgarar við öndunarbilanir ásamt öðrum kvillum. Þá eiga sumir hverjir erfitt með hreyfigetu.

Engar staðfestingar hafa fengist fyrir því að efnavopn hafi verið notuð en samkvæmt heimildum er margt sem bendir til að um efnavopn sé að ræða. Það mun vera fyrsta sinn sem Rússar nota slík vopn í Úkraínu.
Vladimír Pútin, forseti Rússlands, lýsti því yfir í dag að hernaðaraðgerðir rússa í Úkraínu hafi verið rétt ákvörðun.
„Markmiðin eru algerlega skýr og göfug. Annars vegar erum við að hjálpa og bjarga fólki og hins vegar einfaldlega að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi Rússlands. Það er ljóst að við höfðum ekki val. Þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Pútín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -