
Fólk á flótta - Mynd: Skjáskot
Mikil ringulreið skapaðist í verslunarmiðstöð í Sangertown í New York fylki í gær þegar gestir hennar urðu varir við byssuskot.
Birt hefur verið myndskeið úr öryggismyndavél sem er staðsett í hárgreiðslustofu í verslunarmiðstöðinni þar sem sést til fólks hlaupa í burtu til að forða sér frá byssumanninum. Í myndbandinu sést konan meðal annars öskra eftir dóttur sinni sem hafði komið með henni í verslunarmiðstöðina.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í bænum var einn einstaklingur skotinn og heimildir fjölmiðla herma að árásarmaðurinn þekki þann sem hann skaut. Ekkert hefur verið gefið upp um líðan fórnarlambsins og er byssumaðurinn ennþá ófundinn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment