Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Er rússneska „vorið“ hafið? – Mótmælt með Molotov-kokteilum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðan Vladimir Putin Rússlandsforseti tilkynnti í gær að tekin yrði upp herskylda í Rússlandi hafa brotist út mótmæli víða um landið, sem yfirvöld hafa haft í fullu fangi með að berja á bak aftur.

Samkvæmt rússneska vefmiðlinum Medusa.io var Molotov-sprengjum hent í borgarstjórnarbyggingu í Tolyatti borg á Samarasvæðinu í Rússlandi. Kviknaði lítill eldur við innganginn. Hefur miðillinn þetta eftir vefmiðlinum Nesluhi.info í Samara.

Stjórnvöld í Tolyatti-borg staðfestu íkveikjuna við fjölmiðla og sögðu lögregluna rannsaka málið.

Þá sagði vefmiðillinn NN.ru frá því að í gærkvöldi hafi ledur kviknað í byggingu herforingjastjórnar í Nizhny Novgorod borg. Samkvæmt miðlinum kviknaði í tannlæknastofu ráðningamiðstöðvarinnar en var ekki mikill. Var Molotov kokteili einni beitt í þeirri árás.

Síðan Rússar réðust inn í Úkraínu hefur verið tilkynnt um meira en 12 íkveikjutilraunir á ráðningamiðstöðvar hersins á rússneskum hverfum, þar á meðal í Voronezh, Nizhnevartovsk, Ivanovo, Moscow, Ryazan, og Sverdlovsk.

- Auglýsing -

Saksóknari Moskvuborgar hefur hótað mótmælendum og þeim sem hvetja til mótmæla, stjórnsýsluviðurlögum, þar á meðal fangelsisvistar í allt að 15 ár.

Samkvæmt talningu OVD-Info´s hafa að minnsta kosti 1.322 manns í 40 rússneskum borgum verið handteknir í mótmælum gegn herkvaðningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -