Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Fimm fræg lokaorð: „Peningar kaupa ekki lífið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Einhverra hluta vegna er oft talað um síðustu orð fólks áður en það deyr, þá sérstaklega þegar frægt fólk deyr. Mögulega er það vegna þess að aðdáendur þyrstir í ein skilaboð í viðbót, eina visku enn frá munni fólksins sem það dáist að. Hér eru fimm dæmi um fræg lokaorð.

1. Bob MarleyKonungur reggí-tónlistarinnar, Bob Marley lést úr sortuæxli 11. maí árið 1981. Æxlið hafði byrjaði í tá en dreift sér víða um líkamann. Þar sem Bob var harður rastafari, neitaði hann allri vestrænni meðferð við krabbameininu og því fór sem fór. Það síðasta sem hann sagði við son sinn Ziggy voru þessi vitru orð: „Peningar kaupa ekki lífið.“

2. Al Capone

Einn frægasti glæpaforingi sögunnar, Alphonse Gabriel „Al“ Capone, lést 24. janúar árið 1947, eftir að hafa barist við sárasótt í mörg ár. Rétt áður en hann dó þjáðist hann af ýmsum veikindum, þar á meðal lungnabólgu, hjartaáfalli og heilablóðfalli. Annars var hann nokkuð frískur.

- Auglýsing -

Nú er það ekki 100% staðfest en sagt er að síðustu orð Al Capone hafi verið: „Þú nærð lengra í lífinu með hlýjum orðum og byssu en bara með hlýjum orðum.“ Sennilega satt, því miður.

3. Winston Churchill

- Auglýsing -

Winston Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, lést sama dag og Al Capone, 24. janúar en árið 1965. Var hann þá níræður að aldri. Hann hafði fengið heilafall níu dögum áður. Heilsa hans hafði reyndar hrakað mun fyrr eða árið 1941 er hann heimsótti Hvíta húsið í Washington. Það tekur á að berjast við Hitlera þessa heims.

Forsætisráðherran aldni fór í dá fljótlega eftir heilablóðfallið en rétt áður en það gerðist, muldraði hann hin fleygu orð: „Ég er orðinn leiður á þessu öllu.“ Churchill vaknaði aldrei úr dáinu.

4. Móðir Teresa 

Móðir Teresa lést 5. september 1997, 87 ára að aldri. Dánarorsökin var hjartaáfall í bland við þó nokkra heilsukvilla. Hafði hún átt við heilsuleysi síðustu 10 ár ævinnar.
Er hún dró síðasta andadráttinn lét hún út hin frægu orð: „Jesús, ég elska þig, Jesús, ég elska þig.“

5. Amy Winehouse

Andlát söngdrottningarinnar Amy Winehouse kom fáum á óvart enda hafði heimurinn fylgst með dauða hennar í „slow motion“ um nokkurra ára skeið en Amy glímdi við mikla eiturlyfja og áfengisfíkn. Lést hún þann 23. júlí árið 2011 en dánarorsökin var bráð áfengiseitrun en hún lést í svefni, aðeins 27 ára að aldri. Síðustu orð hennar voru afar sorgleg en hún sagði þau í símtali. „Ég vil ekki deyja.“ Heimurinn missti efnilegustu söngkonu sína þá nótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -