Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fjölskylda 12 ára úkraínskar stúlku myrt af Rússum – Berst nú sjálf fyrir lífi sínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm manna úkraínsk fjölskylda varð fyrir skothríð Rússa þegar þau reyndu að komast úr höfuðborginni, Kiev.

Anton Kudrin, kona hans, Svetlana Zapadynskaya og tíu ára dóttir þeirra létu lífið í árásinni en tvö önnur börn þeirra slösuðust illa, þau Sofia, 12 ára og Semyon, 5 ára.

Semyon lést á sjúkrahúsi þremur dögum eftir árásina og er því Sofia ein eftirlifandi. Hún er meðvitundarlaus í öndunarvél og veit því ekki að fjölskyldan hennar hafi verið myrt.

Heilbrigðisráðherra Úkraínu tilkynnti þann 27. febrúar síðastliðinn að allavegana 352 úkraínskir ríkisborgarar hafi verið myrtir í stríðinu og að minnsta kosti þúsund manns særðir.

Fréttir herma að 5710 rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni á Úkraínu hingað til.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -