Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Fjölskylda og vinir minnast Maggie Smith: „Markar endalok gullins tímabils“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dame Maggie Smith er látin, 89 ára að aldri. Þetta tilkynnti sorgmæddur sonur hennar í tilkynningu í dag.

Óskarsverðlaunaleikkonan og goðsögnin úr Harry Potter myndunum lést friðsamlega á sjúkrahúsi með fjölskyldu sína sér við hlið á föstudagsmorgun. Fjölskylda hennar sagði að hún væri „miður sín“ yfir missinum en þökkuðu starfsfólki NHS á Chelsea og Westminster sjúkrahúsinu.

Í yfirlýsingu sem gefin var út af talsmanni fjölskyldunnar sagði: „Það er með mikilli sorg að við verðum að tilkynna andlát  Maggie Smith. Hún lést friðsamlega á sjúkrahúsi snemma í morgun, föstudaginn 27. september.“

Yfirlýsingin hélt áfram: „Hún var ákaflega hlédræg manneskja og var með vinum og fjölskyldu á dánarstundu. Hún lætur eftir sig tvo syni og fimm ástrík barnabörn sem eru niðurbrotin vegna fráfalls einstakrar móður sinnar og ömmu. Við viljum nota tækifærið til að þakka frábæru starfsfólki Chelsea og Westminster sjúkrahússins fyrir umönnun þeirra og óbilandi góðvild á síðustu dögum hennar. Við þökkum ykkur fyrir öll góðu skilaboðin og stuðninginn og biðjum ykkur um að virða friðhelgi einkalífs okkar á þessum tíma.“

Jafnt aðdáendur sem vinir Smith eru niðurbrotnir yfir fréttunum og kalla hana „breska táknmynd“ á meðan vinur hennar, Gyles Brandreth, tísti á X-inu: „Sorglegustu fréttirnar: andlát Maggie Smith markar endalok gullins tímabils og alveg ótrúlegs lífs. Hún var sannarlega frábær leikkona, „ein af þeim stórkostlegu“ og einfaldlega besti félagsskapurinn: vitur, fyndinn, hvöss, dásamleg í alla staði og þar af leiðandi óbætanleg. Omid Djalili skrifaði: „Við höfum misst eina af þeim bestu í dag. RIP Maggie Smith.“

Maggie hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk hennar í The Prime of Miss Jean Brodie árið 1969 og árið 1978 fyrir California Suite. Þá var hún tilnefnd til Óskarsverðlaunanna árið 1965 fyrir Othello, 1972 fyrir Travel with My Aunt, 1981 fyrir Room With A View og 2001 fyrir Gosford Park. Þá sló hún rækilega í gegn sem prófessorinn Minerva McGonagall í Harry Potter kvikmyndaseríunni og sem Violet Crawley í þáttunum Downton Abbey. Þá lék hún í Downton Abbey kviknmyndunum sem komu út 2019 og 2022.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að vera margverðlaunuð leikkona var Maggie þekkt fyrir að vera afar vör um einkahagi sína og sniðgekk frægðina og mislíkaði lætin í kringum verðlaunahátíðir.

Maggie hafði aldrei talað um áætlanir sínar um að hætta störfum, en síðasta mynd hennar, The Miracle Club, kom út á síðasta ári en þar lék hún á móti leikkonum á borð við Kathy Bates og Lauru Linney. Sonur hennar, leikarinn Chris Larkin sagði árið 2016: „Það eru engar líkur á því að hún fari nokkurn tíma inn á dvalarheimili. Hún er ein af þeim sem segir: „Farðu með mig til Sviss ef eitthvað fer að versna og fer að gleyma nöfnum ykkar“.

Kvikmyndagagnrýnandinn Michael Coveney sagði við Mirror um Maggie sem hann hafði skrifað ævisögu um: „Maggie sér bara oftast ekki hvað er svona gott við það sem hún er að gera.“

- Auglýsing -

Hann bætti við: „Hér er kona sem býr ein í Fulham og á sveitasetrinu sínu. Hún elskar barnabörnin sín fimm. Hún er sannarlega gott epli (e. good apple), Amma Smith. En hún er bara með örfáa nána fjölskyldumeðlimi og vini í kringum sig, þ.á.m. frábæra vinkona sína Judi Dench. Hárgreiðslukonan hennar hefur klippt hana í 50 ár. Hún keyrir, fær enga hjálp og fer í matvörubúðir. Hún kann að djamma, en það er á bak við luktar dyr. Hún er algjörlega sjálfstæð. Hún hatar að tala um sjálfa sig þar sem hún sér bara ekki hvað getur verið áhugavert við hana.“

Maggie fæddist Margaret Nathalie Smith árið 1934 í Essex og átti tvíburabræðurna Ian og Alistair, sem voru sex árum eldri, sem báðir urðu arkitektar.

Pabbi hennar Nat var lýðheilsufræðingur frá Norð-austur Englandi en mamma hennar, Meg, sem aldrei sá tilgang í leiklist, var þröngsýnn ritari frá Glasgow, Skotlandi, að því er segir í frétt Mirror.

Fjölskyldan flutti til Oxford þegar hún var fimm ára og í skólanum fékk hún viðurnefnið The Woozler sem var tilbúið nafn vegna þess að hún fékk aðra nemendur til að hlæja.

Þegar hún var 16 ára komst hún á leiklistarnámskeið í Oxford Playhouse School of Theatre þar sem hún varð fljótt þekkt sem óvenjulegur gamanleikari. Hún varð stórstjarna í hinum fræga grínhópi The Oxford Revue í Oxford háskólanum.

Þegar hún var 21 árs kom óaðfinnanlegur tímasetning hennar í gríninu pláss á Broadway í Ameríku. En enn stærra tækifæri fylgdi í kjölfarið þegar hinn látni stórleikari Laurence Olivier, þá fyrsti leikstjóri Þjóðleikhússins í Englandi, sá hana í endurreisnarleikriti sem heitir The Double Dealer at The Old Vic.

Kvikmyndagagnrýnandinn Michael sagði: „Hann vissi strax að hann hefði hitt jafningja sinn, að hún var einstök. Hann sagði að allir sem geta leikið grínhlutverk svo vel geti líka leikið í harmleik og hann bauð henni hlutverk Desdemonu í Othello eftir Shakespeare. En eftir að hafa fengið hana inn í leikhúsið urðu þau ekki óvinir, heldur atvinnukeppinautar. Aldrei áður hafði nokkur maður á sviðinu verið fljótari en hann og nú, að því er virtist, var keppni í gangi. Það voru rifrildi baksviðs. Í einu tilviki sagði Olivier við hana á meðan á Othello stóð: „Ég held að framsetningin þín sé svolítið í ólagi Maggie, elsku hjartað.“ Það var eitt sem þú gætir aldrei sagt um Maggie. Svo næsta kvöld, þegar hann sat kviknakinn í búningsklefanum og litaði sig svartan til að leika Othello, stakk hún höfðinu inn um hurðina og hló: „How now brown cow!“ „Mjög gott Maggie,“ sagði hann „Miklu betra, elskan“.“

Michael hélt áfram: „Það er líka atriði þar sem Othello verður reiður við Desdemonu og lemur hana með skjali. Eitt kvöldið lamdi Olivier Maggie virkilega og hún rotaðist á sviðinu og var borin til hliðar við sviðið. Þegar hún rankaði við sér sagði hún: „Jæja, þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð einhverja helvítis stjörnur í Þjóðleikhúsinu.“ Samkeppnin varði ekki að eilífu. Á síðari árum voru þau nágrannar í Sussex og urðu miklir vinir.“

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -