Föstudagur 29. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Flugvél SAS varð að lenda í Kaupmannahöfn eftir martraðarflug – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flug Scandinavian Airlines fór frá Stokkhólmi til Miami í Flórída á fimmtudaginn og þrátt fyrir að hafa náð kanadísku landamærunum varð hún að snúa aftur til Evrópu. Órói varð í vélinni en 254 farþegar, þar á meðal eitt barn, voru í vélinni.

Ekki blæs byrlega með farþegum á leið til Miami í Florida þessa dagana en í gær sagði Mannlíf frá hræðilegri siglingu skemmtiferðaskips á leið til Miami frá Spáni en skipið lagðist nánast á hliðina á köflum. Nú segir frá flugferð til Miami sem fékk farþega til að halda að dauðinn væri á næsta leiti.

Sjá einnig: Skelkaðir farþegar skemmtiferðaskips við Tenerife héldu að þeir myndu deyja – MYNDBAND

Farþegi í fluginu, sem var á ferðalagi með eiginkonu sinni, birti myndefni á TikTok sem sýnir öskrandi farþega þegar flugvélin lenti í mikilli ókyrrð, og þegar fólk um borð kastaðist úr sætum sínum, voru höfuð þeirra aðeins sentimetrum frá því að lenda í lofti flugvélarinnar.

Hið ótrúlega myndskeið birtist á TikTok með yfirskriftinni: „Sjáið hvernig fætur hennar snerta loftið! Hélt að við myndum deyja!“ Flugfélagið sagði að athuga þyrfti vélina með tilliti til tæknilegra vandamála og það væri ekki með réttan búnað til þess í Miami, þannig að í staðinn varð flugmaðurinn að snúa við og halda til höfuðstöðva félagsins í Kaupmannahöfn.

Enginn slasaðist alvarlega af völdum ókyrrðarinnar en myndum sem deilt var á samfélagsmiðlum sýna skaðann sem skyndilegar breytingar á þrýstingi olli. Hlutir eins og plastbollar, pappírspokar og bakpoki eins farþega, eru á víð og dreif um gólfið í einni átakanlegri ljósmynd.

Í september varð flugvél Scaninavian Airlines að nauðlenda í Kaupmannahöfn leið sinni frá Oslo til Malaga, eftir að farþegi uppgötvaði lifandi mús í máltíð sinni. Hin martraðakennda atvik varð til þess að vélinni var lent í Kaupmannahöfn.

- Auglýsing -

Farþeginn Jarle Borrestad sagði frá hinu átakanlega augnabliki á Facebook á sínum tíma. „Ótrúlegt en satt. Kona við hliðina á mér … opnaði matinn sinn og mús hoppaði út,“ skrifaði Jarle og birti ljósmynd af sér og tveimur konum, allar brosandi þrátt fyrir atvikið. Flugfélagið skýrði frá því að tilvist nagdýrsins hefði í för með sér verulega öryggisáhættu vegna hugsanlegra skemmda á rafkerfum flugvélarinnar.

@exportfromus.carsnipers flight between #stockholm and #miami #flight #flightaccident #news #stockholmtomiami #stockholm #miami #carsnipers ♬ original sound – CarSnipers

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -