Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Fólk í verksmiðjum Shein skrifar skilaboð á fatnaðinn: „Hjálpaðu mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndir af fatnaði frá SHEIN verksmiðjunni hafa vakið mikla athygli síðustu daga. Má sjá skilaboð, skrifuð á miðana innan í flíkinni, þar sem beðið er um hjálp. Hávær gagnrýni hefur verið undanfarið vegna aðstæðna í verksmiðjum fyrirtækisins, sem staðsettar eru í Kína.

Skilaboðin sem um ræðir

„Þau vinna 11 til 13 tíma á dag með EINN frídag í mánuði og í byggingu þar sem engir neyðarútgangar eru, hindraðir gangar, léleg loftræsting og ekkert útsýni út á við. Fólkið fær greitt fyrir saumaðan fatnað. Þau hafa enga samninga, fá ekki greidda yfirvinnu né bætur,“ stendur í Facebook-færslunni þar sem myndirnar birtust. Þar má sjá skilaboð eins og: „Hjálp!“ , „Hjálpaðu mér“ og „Ég er með tannpínu.“

Fjöldaframleiðsla í verksmiðju Shein. Fólk fær borgað fyrir hverja flík.

Þá er fólk hvatt til þess að vera vakandi yfir því hvaðan vörur koma og hvaða fyrirtæki sé verslað við. „Þegar öllu er á botninn hvolft, einhvern veginn, borgar alltaf einhver verðið fyrir það sem er ódýrt.“

Horft inn í eina verksmiðju Shein

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -