Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Föst í 46 tíma með vini sína látna sér við hlið: „Lögreglan sagði mér að hætta að hringja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eve Smith, Darcy Ross og Rafel Jeanne létust í bílslysi í Cardiff, Wales. Eve og Darcy voru bæði 21 árs en Rafel var 24 ára, tvö fórnalamba slyssins eru í lífshættu. Móðir hinnar tvítugu Sophie fordæmir störf lögreglu en 46 klukkutímar liðu áður en ungmennin fundust, Sophie er á gjörgæslu. Mannlíf fjallaði um málið í gær.

Sjá einnig: Þrjú ungmenni fundust látin eftir tveggja sólarhringa leit – Tveir fluttir á gjörgæslu

Darcy Ross, 21 árs, lést í slysinu

Móðirin, Anna, segist hafa leitað dóttur sinnar viðstöðulaust á meðan lögregla neitaði að athafast nokkuð í málinu. Hún segir lögregluna lítið hafa brugðist við hvarfi dóttur sinnar og sagt henni að líklega væri Sophie einhversstaðar að skemmta sér. Í samtali við Daily Mail segir Anna að lögreglan hafi beðið hana um að hætta að hringja.

Eve Smith lést í slysinu, hún var 21 árs.

Það var ekki fyrr en 46 klukkustundum eftir að ungmennin sáust síðast, að bíllinn fannst, þá voru þrjú þeirra látin en tvö í lífshættu. Anna segir það hræðilega tilhugsun að dóttir hennar hafi legið í allan þennan tíma kvalin með látna vini sína sér við hlið á meðan lögreglan neitaði að leita hennar. „Sophie lá þarna í allan þennan tíma. Hún hefði getað fundist mikið fyrr ef lögreglan hefði bara byrjað að leita“

Rafel Jeanne lést í slysinu, aðeins 24 ára.

Hinn þrítugi Shane lifði slysið af og er líkt og Sophie á gjörgæslu. Vinur stelpnanna þriggja, Tamzin, segir leitarhóp hafa fundið bílinn en ekki lögregluna. „Ég tel að lögreglan hafi átt að gera töluvert meira, það var send út tilkynning um hvarf þeirra klukkutíma áður en þær fundust en þá voru þær ekki búnar að sjást í 45 tíma. Við fundum bílinn og létum lögregluna vita, það segir allt sem segja þarf. Lögreglan er með allskyns leitarbúnað en við erum bara með bíla. Þær voru vinsælar stelpur og það var ekki þeim líkt að láta sig hverfa. Við vissum að eitthvað væri að,“ segir Tamzin.

Shane Loughlin og Sophie Russon eru bæði í lífshættu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -