Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Friends-hópurinn um andlát Matthew:„Við erum öll niðurbrotin. Við vorum meira en bara vinnufélagar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum öll niðurbrotin eftir fráfall Matthew. Við vorum meira en bara vinnufélagar. Við erum fjölskylda,“ segir í tilkynningu frá leikurunum úr Vinunum (Friends) í gær. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David  Schwimmer eru niðurbrotin vegna fráfalls Matthew. „Það er svo margt sem hægt er að segja en einmitt núna ætlum við að taka okkur tíma til að syrgja og komast í gegnum þennan óskiljanlega missi. Við munum tjá okkur frekar ef, og þegar við getum. Einmitt núna er hugur okkar hjá fjölskyldu Matty, vinum hans og öllum sem elskuðu hann,“ segir í yfirlýsingunni.

Matthew Perry lést aðeins 54 ára að aldri í fyrrinótt en er hann þekktastur fyrir leik sinn í vinsælu þáttaröðinni Friends. Matthew lék Chandler Bing í þáttaröðunum sem urðu tíu talsins á árunum 1994 til 2004. Matthew glímdi lengi við fíknivanda en hafði hann sigrast á honum og talaði ávallt opinskátt um vandann. Fjöldi fólks, vina og samstarfsfólks hefur minnst Matthew á samfélagsmiðlum síðan að fréttirnar bárust.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -