Föstudagur 13. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Gallhörð kvennasveit ver Úkraínu fyrir rússneskum drónum: „Guð forði Rússum að koma aftur hingað!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úkraínski bærinn Bucha, sem varð samheiti rússneskra stríðsglæpa eftir að hernámsliðið myrti hundruði óbreyttra borgara þar árið 2022, er nú heimkynni einstakrar andspyrnu. Bucha Volunteer Territorial Community Formation byrjaði nýlega að ráða eingöngu kvenmenn í færanlegar skotsveitir, þekktar sem „nornirnar“ og „valkyrjurnar“. Blaðamenn frá úkraínska fjölmiðlinum Ukrainska Pravda ræddu við nokkrar af þessum „Bucha nornum“ um ákvörðun þeirra um að grípa til vopna og hvernig það er að verja himininn í Úkraínu fyrir rússneskum drónum og flugskeytum. Meduza fjallaði um málið.

Olena „litla“

Olena, sem er upprunalega frá Lviv, flutti til Kænugarðs árið 2023 og hóf störf sem heimilislæknir á heilsugæslustöð í Bucha. Í júní 2024, þegar hún ók til baka frá því að halda upp á 26 ára afmælið sitt í Odesa með vinkonu sinni Anhelinu, rakst hún á Instagram færslu þar sem óskað var eftir sjálfboðaliðum fyrir Bucha Territorial Community Formation. Bæði hún og Anhelina ákváðu að skrá sig í færanlegu skotsveitina „Nornir“.

Olena hafði lengi langað til að ganga til liðs við varnarliðið en átti erfitt með að sinna krefjandi starf sitt samlhliða herþjónustu. Fjölskylda hennar á djúpar hernaðarrætur: langafi hennar starfaði í Samtökum úkraínskra þjóðernissinna og langamma hennar var tengiliður þeirra. Guðfaðir hennar byrjaði að fara með hana á skotsvæði þegar hún var aðeins fimm ára. „Í æfingamiðstöðinni leyfðu þeir mér að skjóta Browning [vélbyssu]. Ég hitti 11 skotmörk með 25 skotum. Mikil nákvæmni, lítil skotvopnanotkun, svo herforinginn sagði: „Þú verður vélbyssumaður!“, rifjar hún upp.

- Auglýsing -

„Markmið mitt er að halda fólki öruggu og leyfa því að sofa rólega. Draumur minn er að stríðinu ljúki og að allir snúi aftur frá vígstöðvunum og úr haldi,“ segir Olena.

Valentyna „Valkyrja“

Valentyna, dýralæknir að mennt, lenti í miðju hernámi Rússa í Kyiv-héraði í febrúar 2022. Hún varð vitni að sprengjuárásinni á Hostomel-flugvöllinn og skotárásina á Irpin og Bucha. Eftir þrjár vikur tókst henni að flýja ásamt sjö öðrum, sem allir þröngvuðu sig í einn bíl.

- Auglýsing -

Fyrir tveimur mánuðum gekk Valentyna í hópinn „Bucha Valkyrjurnar“. Á æfingum hafði hún mestar áhyggjur af líkamlegum áskorunum og hafði áhyggjur af því að hún myndi ekki geta klárað hindrunarbrautina. Að lokum kláraði hún hana tvisvar.

„Staðurinn minn er hér. Þetta stríð mun ekki enda án okkar,“ segir Valentyna með sannfæringu. „Það er kominn tími til að hætta að sitja heima í eldhúsinu. Við getum gripið til vopna og varið landið okkar, samfélag okkar. Mennirnir fara fremst og við komum í staðinn. Og við sjáum að við erum vel færar.“

Anhelina „Fast & Furious“

Anhelina fékk kallmerkið sitt vegna þess hversu hratt hún ekur – einu sinni, þegar hún fór með kollega á skotsvæðið, grínaðist hann með að hann hefði misst nokkur kíló í ferðinni.

Anhelina er upprunalega frá Lutsk og starfaði sem svæfingalæknir í Bucha. Meðan á rússnesku hernáminu stóð, sá hún um marga særða borgara á skurðstofu sinni, þar á meðal börn. Þegar „grænn gangur“ [Flóttaleið, innskot blaðamanns] var opnaður flúði hún ásamt sjúklingum sínum.

Í sjálfboðaliðavarnadeildinni ekur hún pallbíl sem hún kallar „Kústskaft“. Upphaflega fannst Anhelinu nýja hlutverk sitt krefjandi, þar sem hún hafði enga fyrri hernaðarreynslu.

Félagi hennar bauð sig fram fyrir úkraínska fótgönguliðið í upphafi rússnesku innrásarinnar. „Hann hefur miklar áhyggjur en hann styður mig. Hann sendir mér skilaboð: „Farðu varlega þarna úti. Þegar þú kemur aftur eftir að viðvörunarbjöllur klingja, vertu viss um að láta mig vita að þú sért í lagi.“ Hann reyndi aldrei að hindra mig [frá því að þjóna]. Hann veit að við erum bæði að leggja okkar af mörkum til sama málstaðar,“ segir Anhelina. „Í hvert skipti sem við skjótum niður Shahed-sprengjudróna veitir það mér gleði og hvetur mig áfram því þessi dróni mun ekki lenda á heimili einhvers.

Yulia „Skopparakringla“

Yulia vann áður á snyrtistofu í Kænugarði. Á fjórða degi innrásar Rússa flúði hún til Póllands með barnið sitt. Þremur mánuðum síðar sneri hún hins vegar aftur. „Mig langaði virkilega að koma heim. Nú get ég ekki einu sinni útskýrt fyrir sjálfum mér hvers vegna ég fór til að byrja með. Þetta var sjálfsprottinn ákvörðun, líklega knúin áfram af tilfinningum. „Ég vildi vernda geðheilsu barnsins míns, en sálfræðilega var það miklu verra þar en heima,“ segir hún.

Þegar hún kom aftur setti Yulia á sig eyrnalokka í laginu eins og hin fræga Mriya („draum“) flugvél sem rússneski herinn eyðilagði í upphafi innrásarinnar og gekk til liðs við Bucha sjálfboðaliðasveitina. Hún stýrir nú „Valkyrjurnar“, færanlega skotsveitinni og sér um meðferð skotfæra.

„Ég er alltaf á ferðinni og er að pæla í öllu. Þess vegna er kallmerkið mitt „Dzyga“ [úrkaínska orðið fyrir skopparakringlu]. Þegar ég ákvað að vera með kom það fjölskyldu og vinum mínum ekki á óvart því þeir þekkja mig vel,“ sagði hún við blaðamenn.

Yulia viðurkennir að henni finnist borgaralegt líf meira krefjandi, umkringd fólki sem finnur ekki fyrir áhrifum stríðsins. „Strákarnir fara fram á vígvöllinn og við verðum hér, verjum himininn, börnin okkar og óbreytta borgara fyrir aftan okkur. Hvað gæti verið meira hvetjandi en það?“ spyr hún orðrétt.

Konurnar harðari en karlarnir

Í apríl 2024 stefndu margir karlanna frá Bucha Volunteer Territorial Community Formation í fremstu víglínu og skildu eftir um 70 stöður lausar.

Tvær af „nornunum“ hafa einnig skrifað undir samninga við úkraínska herinn. Önnur þeirra varð yfirmaður skotsveitar í árásarherfylki, en hin er að þjálfa sig í verða liðsforingi og undirbýr sig fyrir að stjórna þremur áhöfnum eldflaugaherdeildar.

„Ég sé að konurnar sem ganga til liðs við okkur eru stundum enn áhugasamari en karlarnir,“ segir Andrii Verlatyi ofursti, 51 árs starfsmannastjóri Bucha-samtakanna. „Margar þeirra voru mæður og í umönnunarstörfum fyrir þetta, en svo komu þessir ræflar og eyðilögðu líf þeirra. Þeir vöktu kraft sem þeir hefðu betur mátt láta ósnortinn. Guð forði Rússum að koma aftur hingað! Það myndi ekki enda vel fyrir þeim, því úkraínskar konur eru harðari en karlar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -