Laugardagur 3. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Gríngoðið Rowan Atkinson lastar slaufunarmenninguna: „Allir brandarar eiga sitt fórnarlamb“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gríngoðsögnin Rowan Atkinson sem hvað þekktastur er fyrir hinn stórkostlega Mr. Bean, lastaði pólitíska réttvísi og tangarhald þess á gríni.

Rowan var í viðtali við The Irish Times þar sem hann sagði að grín eigi ekki að líða fyrir þann möguleika að það móðgi einhvern og færði þau rök fyrir þeim orðum með því að benda á að stundum er einmitt takmark gríns að móðga.

„Mér sýnist sem svo að gríni sé einmitt ætlað að móðga eða hefur þann möguleika á að móðga og það má ekki taka þann möguleika úr því,“ sagði Rowan og bætti við: „Í almennilegu frjálsu samfélagi, ættirðu að mega gera grín að algjörlega hverju sem er.“

Leikarinn útskýrði einnig í viðtalinu harmleik og gamanleik og sagði þetta tvennt „mjög nána bólfélaga og þú getur eiginlega ekki haft eitt án annars.“

„Allir brandarar eiga sitt fórnarlamb, hvort sem það er uppdiktað eða óskáldað eða hugmyndafræðilegt eða mannlegt, þannig að það er alltaf einhver sem þjáist ef brandari er sagður. Ég býst við að maður þurfi bara að sætta sig við að þannig er það,“ sagði hann ennfremur í viðtalinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rowan Atkinson gagnrýnir pólitíska réttvísi en í fyrra gagnrýndi hann svokallaða slaufunarmenningu sem hann sagði „Stafrænn samnefnari miðaldaskríls sem gengu um götur í leit að einhverjum til að brenna.“

- Auglýsing -

„Vandamálið með netið er það að reiknirit ákveður hvað við viljum sjá sem gerir það að verkum að við búum til einfaldaða og svart-hvíta sýn á samfélaginu,“ sagði Rowan í viðtali við U.K. Radio Times. „Þetta verður þannig að annað hvort ertu með okkur eða á móti okkur. Og ef þú ert á móti okkur áttu skilið að vera slaufað.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -