Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Grunaður morðingi brast í söng eftir að hafa verið skotinn ítrekað við handtöku – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður er grunaður um að hafa myrt foreldra sína á hrottafenginn hátt.

Nýverið birtu lögregluyfirvöld í Kaliforníu myndband af handtöku á Joseph Gerdvil í borginni San Juan sem fór fram í júlí en Gerdvil var handtekinn grunaður um að hafa myrt foreldra sína. Samkvæmt yfirvöldum fundust báðir foreldrar hans látnir og hauslausir á heimili sínu og þá hafði hundur þeirra verið limlestur en foreldrar hans voru á áttræðisaldri.

Í myndbandinu sjást lögreglumenn skjóta Gerdvil fimm sinnum en höfðu fyrstu þrjú skotinn lítil áhrif á hann. Hann fellur í jörðina eftir fjórða skotið og skömmu síðar hefjast lögreglumennirnir handa við að koma honum í handjárn og hlú að skotsárum hans. Þá byrjar Gerdvil að syngja lagið What’s Love Got To Do With eftir Tina Turner og síðar Stevie Wonder.

Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt foreldra sína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -