Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Hákarlaárás í Bretlandi – „Ég vil ekki að þessi atburður sverti orðspor hákarlanna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hákarlaárás átti sér stað undan strönd Cornwall í Bretlandi á fimmtudaginn síðasta. Maður sem var að snorkla á svæðinu varð bitinn í fótinn af bláhákarli er hafði hann verið í skoðunarferð á vegum fyrirtækisins Blue Shark Snorkel Trips. Farið var með manninn rakleitt í land þar sem hann fékk aðhlynningu. Blue Shark Snorkel Trips sagði atvik sem þessi afar sjaldgæf og væri verið að skoða, í samráði við hákarlasérfræðinga, hvað hafi orðið til þess að maðurinn var bitinn.

Í yfirlýsingu fyrirtækisins á Facebook-síðu sinni kom fram að ferðunum fylgdi þó alltaf áhætta. „Eins og við vitum geta þessir hlutir gerst þegar við veljum að hafa samskipti við villt dýr í þeirra eigin umhverfi.‘‘ Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur, var fljótur að jafna sig og sagðist þakklátur fyrir skjót viðbrögð. „Ég vildi bara segja að þrátt fyrir hvernig ferðin endaði, þá var ótrúlegt að sjá svona tignarlegar skepnur í náttúrunni og ég vil ekki í eina sekúndu að þessi atburður sverti orðspor hákarlanna sem þegar hefur verið ofsótt. Ég vil þakka öllum fyrir góð og skjót viðbrögð. Góðvild og rósemi fólksins í kringum mig gerði atvikið miklu betra.‘‘

Bláhákarlar heimsækja Bretland á sumrin frá Karíbahafinu og eru þekktir fyrir að nærast aðallega á smáfiski og smokkfiski. Tegundin hefur verið þekkt fyrir að ráðast á sjófugla og aðra litla hákarla, að sögn Wildlife Trusts.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -