Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Harry og Meghan draga sig í hlé

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry Bretaprins og eiginkona hans, leikkonan Meghan Markle, hafa ákveðið að draga sig í hlé frá konungsfjölskyldunni og freista þess að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á breska fjölmiðla rétt í þessu.

Í tilkynningunni kemur m.a. fram að eftir margra mánaða íhugun þá hafi þau ákveðið að breyta til á nýju ári og leggja drög að nýju og framsæknu hlutverki innan þeirrar stofnunar sem konungsfjölskyldan er.

Hertogahjónin hyggist draga sig til baka sem „hátt settir“ meðlimir fjölskyldunnar. Skilja má yfirlýsinguna þannig að þau hyggist hverfa frá hefðbundnum störfum, opinberum embættisskyldum sem nánustu ættingjar drottningarinnar sinna, og lifa „hefðbundnara“ lífi.

Meðfram þessum breytingum munu Harry og Meghan fara að dvelja meira í Bandaríkjunum en þau ítreka þó að þau muni áfram halda heiðri skildu sína gagnvart drottningunni, samveldinu og þeim málefnum sem þau hafa stutt.

Þau segjast munu greina nánar frá tilhöguninni í fyllingu tímans og halda áfram að eiga samráð við drottninguna, Karl Bretaprins og Vilhjálm hertoga af Cambridge.

 

View this post on Instagram

 

“After many months of reflection and internal discussions, we have chosen to make a transition this year in starting to carve out a progressive new role within this institution. We intend to step back as ‘senior’ members of the Royal Family and work to become financially independent, while continuing to fully support Her Majesty The Queen. It is with your encouragement, particularly over the last few years, that we feel prepared to make this adjustment. We now plan to balance our time between the United Kingdom and North America, continuing to honour our duty to The Queen, the Commonwealth, and our patronages. This geographic balance will enable us to raise our son with an appreciation for the royal tradition into which he was born, while also providing our family with the space to focus on the next chapter, including the launch of our new charitable entity. We look forward to sharing the full details of this exciting next step in due course, as we continue to collaborate with Her Majesty The Queen, The Prince of Wales, The Duke of Cambridge and all relevant parties. Until then, please accept our deepest thanks for your continued support.” – The Duke and Duchess of Sussex For more information, please visit sussexroyal.com (link in bio) Image © PA

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -