2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Harry og Meghan sameinuð í Kanada

Harry Bretaprins lenti í Kanada í gær þar sem eiginkona hans, Meghan Markle, og sonur þeirra, Archie, hafa verið undanfarna daga á meðan Harry gekk frá lausum endum með bresku konungsfjölskyldunni.

Ljósmyndarar breskra miðla hafa fylgt Harry og Meghan hvert fótmál síðan þau greindu frá því að þau ætli segja sig frá opinberum embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar og skapa sér nýtt líf þar sem þau geta varið meiri tíma í Norður-Ameríku.

Ljósmyndarar fylgdust þá með Harry þegar hann steig út úr þotu kanadíska flugfélagsins WestJet í Vancouver í fylgd öryggisvarða í gærkvöldi. Daginn áður hafði slúðurpressan í Bretlandi birt ljósmyndir af Meghan Markle í göngutúr með Archie ásamt öryggisvörðum.

Fjölskyldan er nú sameinuð í fyrsta sinn eftir að Elísabet Bretlandsdrottning greindi frá því að hún styður Meghan og Harry í því að skapa sér nýtt líf.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Hverjir eru atvinnumöguleikar Harry og Meghan?

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum