Leikmenn og þjálfarar voru dauðhræddir í Philadelphia.
Háskólaleik í landhokkí var aflýst eftir að leikmenn, áhorfendur og þjálfarar heyrðu skotárás í nágranni við völlinn en þar áttust við St. Louis háskóli og La Selle í kvennaflokki. Á myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum er hægt að sjá leikmenn hlaupa eins hratt og þeir gátu af vellinum. Stuttu eftir atvikið var tilkynnt um að leiknum hafi verið aflýst en tekið var fram ekki neinn hafi slasast. La Salle var að vinna leikinn 1-0 þegar skotárásin hófst.
Lögreglan í Philadelphia sagði að skotárásin hafi átt sér stað á bílastæði hjá KFC veitingastað nálægt vellinum en árásarmaðurinn hafi verið á brott þegar lögreglan mætti á svæðið. Samkvæmt lögreglu varð ekki neinn fyrir skoti og ekki er búið að handtaka neinn vegna málsins.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér