Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hertogaynjan hefur verið kærð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meghan Markle á nú yfir höfði sér málsókn frá engri annarri en hálfsystur sinni, Samönthu Markle. Samantha hefur greint frá því að hún muni halda málinu til streitu eftir fullyrðingar Meghan í frægu viðtali sínu við Opruh Winfrey á síðasta ári. Auk þess mun hertogaynjan hafa látið ærumeiðandi ummæli falla um hálfsystur sína í bókinni Finding Freedom. Lögfræðingar Meghan halda því fram að hún hafi ekki skrifað Finding Freedom og því geti hún ekki borið ábyrgð á því sem þar stendur. Þeir bæta því við að ummæli hennar í Opruh-viðtalinu hafi einfaldlega verið „hvernig henni leið“.

Lögfræðingar Samönthu eru á öðru máli og segja hana hafa orðið fyrir alvarlegum mannorðsskaða vegna ummæla Markle. Þeir fullyrða þá að viðtalið hafi verið byggt á lygum en sagði einn lögfræðinga hennar, Jamie Sasson, í viðtali við Newsweek að þeir hafi sannanir fyrir því „Við höfum raunverulegar sannanir fyrir því að þessar fullyrðingar séu rangar og að Meghan Markle hafi gefið þessar yfirlýsingar.‘‘ Þá bætti hann við að þeir hefðu tölvupóst undir höndum til þess að sanna mál sitt.

Konungsfjölskyldan hefur enn ekki tjáð sig um málið en hefur nokkur ólga verið innan fjölskyldunnar eftir að Meghan og Harry fluttu til Bandaríkjanna. Meghan hefur einnig verið sökuð um að hafa komið illa fram við starfsfólk konungshallarinnar meðan hún bjó þar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -