Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

HIV-tengdum dauðsföllum fækkar í heiminum – Hækkar í Rússlandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alheimstíðni HIV sjúkdóma og dánartíðni lækkaði frá 2010 til 2021, þar sem nýjum tilfellum fækkaði um tæp 22 prósent og dauðsföllum fækkaði um tæp 40 prósent, samkvæmt The Lancet.

Á þessu 12 ára tímabili dró úr útbreiðslu HIV í löndum Afríku og Suður-Asíu, og lækkaði meðaltalið á heimsvísu. Ástandið versnaði hins vegar í Mið- og Austur-Evrópu sem og Mið-Asíu. Rússland, auk Armeníu, Georgíu, Úsbekistan, Eystrasaltsríkjanna og fleiri ríkja sáu aukningu á HIV-dánartíðni.

Árið 2010 voru 2,11 milljónir nýrra HIV-sýkinga og 1,19 milljónir HIV-tengdra dauðsfalla á heimsvísu. Árið 2021 hafði fjöldi nýrra sýkinga lækkað í 1,65 milljónir og dauðsföllum fækkað í 718,000.

Alls voru 40 milljónir manna með HIV um allan heim árið 2021, samanborið við 29,5 milljónir árið 2010.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -