Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Hjúkrunarfræðingur segir sjúklinga oft upplifa það sama: „Byrjar um mánuði áður en sjúklingur deyr“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hjúkrunarfræðingurinn Julie McFadden hefur starfað til fjölda ára á líknardeild. Hún heldur úti reikningi á samfélagsmiðlinum TikTok segir frá reynslum sínum tengdum starfinu.

Í nýlegu myndbandi segir hún að fólk sjái yfirleitt það sama þegar dauðinn ber að dyrum. Hún segir algengt að sjúklingar lýsi því að þeir sjái látna ástvini, rétt áður en þeir láta sjálfir lífið. Stundum sjái þeir fjölskyldu, vini og jafnvel gæludýr sem hughreysta sjúklinginn. „Þetta gerist svo oft að við settum þetta inn í upplýsingabækling sem sjúklingar og aðstandendur eru látnir hafa. Það er þó ekki vitað hvers vegna þetta gerist. Vanalega byrjar þetta um mánuði áður en sjúklingur deyr, hann byrjar að sjá látna fjölskyldumeðlimi, vini og gömul gæludýr. Andar og englar sem eru að heimsækja hann.“ Julia segir sjúklingana sjá ástvini sína í draumi og stundum sjá þeir þá. „Þeir spyrja okkur „sérð þú hann líka?“ Það er enginn ótti í sjúklingunum, þetta virðist hughreysta þá.“

Julia segist engar skýringar hafa en þegar hún er spurð hvort mögulega sé um ofskynjanir að ræða neitar hún. „Þetta er fólk í allskonar ástandi og oft skýrt, með fulla meðvitund þegar sýnirnar byrja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -