- Auglýsing -
Bíll Díönu Bretlandsprinsessu heitinnar var seldur á uppboði á dögunum. Um er að ræða Ford Escort RS Turbo árgerð 1985, ekinn 40.234 kílómetra. Kaupverðið var litlar 107.803.900 krónur.
Getgátur uppboðshaldarar um kaupverð bílsins voru fjærri því sem raun reyndist en áætluðu þeir að hann myndi seljast á um það bil 14.116.000 krónur. Daily mail greinir frá.
Bílinn átti Díana á árinum 1985-1988. Vert er þess að geta að Díana kaus sjálf að aka bifreiðum sínum en slíkt er ekki lenska innan konungsfjölskyldunar. Lífverðir veittu Díönu ævinlega fylgd.
Hér að neðan má sjá myndir af bifreiðinni


