Föstudagur 6. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ísraelar drápu yfir 50 börn um helgina: „Enn einn myrkur kafli í þessu hræðilega stríði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

UNICEF segir að Ísraelar hafi drepið yfir 50 börn um helgina í Jabalia-flóttamannabúðunum á Gaza og segja að drápin sýni „ofsann í árásunum og stríðinu gegn börnum.“

„Börn eru undir stöðugum sprengjuárásum, í stöðugum ótta,“ sagði Rachel Cummings, mannúðarstjóri Save the Children International og liðsstjóri á Gaza, við Al Jazeera á sunnudag.

Meira en 16.700 börn hafa verið drepin í árás Ísraela á Gaza síðan í október á síðasta ári, að sögn palestínskra embættismanna, meira en þriðjungur af heildartölu drepinna, sem er að minnsta kosti 43.341 samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu.

Cummings sagði frá Deir el-Balah í miðhluta Gaza að fjöldi mannfalla meðal barna taki ekki til þeirra um það bil 20.000 sem er saknað eða hafa orðið fylgdarlaus í þessu stríði.

Ísraelar hafa drepið meira en 1.000 manns í mánaðarlöngu ofbeldisfullu umsátri sínu um norðurhluta Gaza, þar sem þeir hafa hindrað inngöngu matvæla og læknisaðstoðar og lamað heilbrigðisstofnanir.

„Það er stöðugt verið að sprengja fólk með loftárásum og auðvitað vitum við að maturinn og vatnið er ekki nægjanlegt. Það er verið að neita bílalestunum af mat og vatni til norðurs … Það er algjörlega hörmulegt,“ sagði Cummings.

- Auglýsing -

Bætti hún við: „Við erum að sjá heimsenda gerast núna í norðurhluta Gaza.“

Dr Hussam Abu Safia forstjóri Kamal Adwan-sjúkrahússins, eina starfhæfa hjúkrunaraðstöðunni á norðurhluta Gaza, sagði að inn á sjúkrahúsið hafi „flætt fórnarlömbum“.

Hann hvatti alþjóðasamfélagið og heilbrigðisstofnanir til að þrýsta á um „brýna mannúðarleið“ svo hægt sé að afhenda eldsneyti og lækningabirgðir og að sérhæft sjúkralið aðstoði vegna mannfallsins.

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu sinni á laugardag sagði stofnun Sameinuðu þjóðanna að börnin hefðu verið drepin í árás Ísraelshers sem jafnaði tvö íbúðarhús sem hundruðir manna hafði leitað skjóls í.

Myrkur kafli 

„Samhliða hræðilegum fjölda barnadauða á Norður-Gasa af völdum annarra árása, bætast þessir nýjustu atburðir við enn einn myrkan kafla á einu svartasta tímabili þessa hræðilega stríðs,“ segir í yfirlýsingu Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF.

Starfsmaður UNICEF sem vann að bólusetningarherferð gegn lömunarveiki í norðurhluta Gaza, segir hafa orðið fyrir skoti frá dróna þegar hann ók í gegnum Jabalia, sem hefur orðið fyrir verstu árásum Ísraela.

„Árásirnar á Jabalia, bólusetningarstofuna og starfsmann UNICEF eru enn frekari dæmi um alvarlegar afleiðingar glórulausra árása á óbreytta borgara á Gaza-svæðinu. Allir Palestínumenn á norðurhluta Gaza, sérstaklega börn, eru í yfirvofandi hættu á að deyja úr sjúkdómum, hungursneyð og áframhaldandi sprengjuárásum,“ segir í yfirlýsingunni.

Á sunnudag sagði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að ísraelskir hermenn hafi varpað rothandsprengju á mænusóttarbólusetningarstöð í Gaza-borg og sært að minnsta kosti fjögur börn, þrátt fyrir að hafa samþykkt að gera mannúðarhlé vegna bólusetningarherferðar sem lengi hafði verið seinkað.

Ísraelski herinn drap einnig 13 Palestínumenn í loftárás sem beindist að tveimur þéttbýlum svæðum í norðri í umsátrinu, sem hefur valdið mannúðarkreppu. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Volker Turk, sagði að „myrkasta augnablik“ átakanna sé að renna upp í norðurhluta Gaza.

Ísraelar hófu hernaðarsókn, sem margir kölluðu „hefndarstríð“ gegn Palestínumönnum, í kjölfar árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023. Meira en 1.100 manns, aðallega óbreyttir borgarar, voru drepnir og um 240 manns. voru teknir til fanga í árásinni.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -