Mánudagur 4. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Ísraelski herinn umkringir annað sjúkrahús á Gaza – Skjóta alla sem reyna að flýja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelski herinn hefur hafið stórsókn indónesíska spítalann á Gaza. Um 700 særðir.

Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins á Gaza, Ashraf al-Qudra segir í samtali við Al Jazeera fréttamiðilinn að óttast sé að ísraelski herinn ætli sér að endurtaka það sem hann gerði við al-Shifa Spítalanna í síðustu viku, nú þegar hann hefur umkringt indónesíska spítalann á Gaza. Segir hann ástandið hörmulegt og að ísraelskar hersveitir herði aðeins árásir sínar. Á spítalanum eru um 6.000 manns og hafa 700 þeirra nú þegar slasast. Starfsfólk spítlans hefur sagst ætla að halda sig á sjúkrahúsinu til að gera að sárum hinna særðu.

Health Ministry spokesperson Ashraf al-Qudra has provided Al Jazeera with these updates on the latest developments:

Samkvæmt blaðamanninum Ismail al-Ghoul, sem býr á Gaza, skjóta ísraelskir hermenn á alla sem reyna að yfirgefa spítalann. Þá hefur verið erfitt að flytja sjúklinga af spítalanum frá Norður-Gaza, því ísraelski herinn beini árásum sínum að öllum sem nálgast svæðið.

Ísraelsk stjórnvöld hafa haldið því fram að Hamas-liðar séu með leynilegar bækistöðvar undir sjúkrahúsum á Gaza. Þessu hafa starfsmenn sjúkrahúsanna, sem og Hamas-liðar neitað en enn hafa ekki borist neinar haldbærar sannanir fyrir þeim, aðrar en myndbönd sem sýna hermenn finna nokkrar byssur og klæðnað sem á að tilheyra hryðjuverkamönnum. Ekki er vitað hvort þær sannanir séu í raun sannanir eða hvort herinn hafi komið þeim fyrir.

Meira en 5.500 börn hafa verið drepin á Gaza frá 7. október, samkvæmt opinberum tölum.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -