Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Jan Egeland:„Við getum ekki beðið í annan dag eftir að þessu tilgangslausa ofbeldi ljúki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jan Egeland, framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins, hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs og sagði: „Við getum ekki beðið í annan dag eftir að þessu tilgangslausa ofbeldi ljúki. Í þágu barna á öllu svæðinu verður erindrekstur að leiða til sjálfbærs vopnahlés.“

Ummæli hans komu í kjölfar heimsóknar hans til Gaza, Líbanon og Sýrlands.

„Fólkið sem ég hef hitt undanfarna daga, allt frá þeim í Gaza-borg, til flóttafólks í austurhluta Líbanon, til þeirra sem fara inn í Sýrland, þráði frið svo það gæti snúið heim,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Jan hélt áfram: „Þar sem Gaza hefur verið lagt í rúst, hafa vestrænir leiðtogar að mestu staðið þöglir hjá, óviljugir til að beita nauðsynlegum þrýstingi á sterkari aðilann, Ísrael, til að hætta að svelta íbúana sem þeir sitja um og gera loftárásir á.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -