Gimsteinasafnarinn Mike Bowers og meðhjálpari hans, Lucas Fassari, fundu á dögunum heldur óvenjulegan stein. Steininn er svokallaður agat steinn sem á yfirborðinu virðist frekar ómerkilegur en þegar litið er inn í hann kemur annað í ljós. Við nánari skoðun kom í ljós að í honum fannst einstakur karakter – sjálft Kökuskrímslið úr sjónvarpsþáttunum Sesamsstræti. Líkindin eru sláandi blátt andlitið, geðveikislega glottið og stóru útstæðu augun.
„Ég held að þetta sé líklega náttúrulegasta Kökuskrímslið sem til er. Ég hef séð önnur en hér finnst það heilt (báðar hliðar) Lucas Fassari er í raun sá sem átti fundinn. Þetta er mjög óvenjulegt! Það eru nökkur fræg agöt þarna úti: uglan, hrædda andlitið … Það eru mörg sem líkjast nokkuð en sjaldgæft að finna eitt sem er jafn sláandi líkt. Kaupverðið getur verið mjög hátt. Mér var boðið yfir $10.000 af 5 mismunandi kaupendum. Sjaldgæft,“ sagði Mike Bowers um Kökuskrímslissteininn.
Litli, egglaga steinninn sem faldi gleðigjafann. Að utan var hann fremur ómerkilegur ásýndar en þegar hann var klofinn komu í ljós tvær nákvæmar eftirmyndir af Kökuskrímslinu sjálfu. Bowers fundinn með myndskeiði á samfélagsmiðlinum Instagram og skreytti með hinu þekkta lag „C is for Cookie,“ sungið af konungi kökunnar.

Gimsteinasafnarinn Mike Bowers ætlar sér sjálfur að eiga steininn en ef af sölu verður hafa fimm áhugasamir kaupendur boðið Bowers 10.000 dollara eða um það bil 1,5 milljón íslenskra króna fyrir þennan einstaka stein.