Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Karlmaður ákærður fyrir morðið á Aleenu – Fannst með alvarlega höfuðáverka

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jordan McSweeney hefur verið ákærður fyrir morðið á Zöru Aleenu í Ilford í austurhluta London. Aleena, sem var 35 ára gömul, fannst með alvarlega höfuðáverka á Cranbrook Road um klukkan þrjú, aðfaranótt sunnudags. Lést hún síðar um morguninn á sjúkrahúsi. Greindi fréttamiðillinn Sky News frá því að engar vísbendingar hefðu fundist um það hvort vopn hafi verið notað í árásinni.

Jordan, sem er 29 ára gamall, hefur einnig verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og rán, að sögn lögreglunnar. Í yfirlýsingu sem gefin var út í gegnum Met Police lýsti fjölskylda Aleenu henni sem hjartahreinni með dásamlegan hlátur. Hún annaðist móður sína og ömmu og var vinamörg. Hún hafði verið klettur innan fjölskyldunnar sem segir missinn óyfirstíganlegan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -