Þriðjudagur 3. október, 2023
8.8 C
Reykjavik

Kínverskur veirufræðingur segir ekki hægt að útiloka að Covid eigi uppruna sinn á rannsóknarstofu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrrum vísindamaður kínversku ríkisstjórnarinnar segir ekki hægt að útiloka þann möguleika að Covid-19 vírusnum hafi verið lekið úr rannsóknarstofu.

Prófessorinn George Gao var yfir China’s Centre for Disease Control sem sér um eftirlit með smitsjúkdómum. Hann er einn fremsti veiru- og ónæmisfræðingur heims. „Vísindi snúast um það að útiloka ekki neitt. Það er allt möguleiki,“ segir George í hlaðvarpsþætti breska ríkissjónvarpsins Fever: The Hunt for Covid‘s Origin. Kínversk stjórnvöld vísa frá öllum tillögum sem snúa að því að veiran hafi komið af rannsóknarstofu í Wuhan, eins og margir hafa haldið. George Gao segir ríkisstjórnina hafa staðið fyrir einhvers konar rannsókn. Sérhæfðir vísindamenn hafi verið sendir til ítarlegrar rannsóknar á umræddri vísindastofu. George segist ekki hafa séð niðurstöðu rannsóknarinnar en að hann hafi heyrt að ekkert óeðlilegt hafi fundist.

Í nýjum hlaðvarpsþætti BBC er uppruni Covid veirunnar ítarlega rannsakaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -