Litlu mátti muna í Samut Prakan héraði sunnan við Bankok í Tælandi þegar risa slanga festi sig í kringum hina 64 ára Arrom Arunroj. Slangan náði að festa sig í kringum hana í geymslu á heimili hennar en Arunroj öskraði eftir hjálp í rúma tvö klukkutíma þar til nágranni heyrði í henni og hringdi á lögreglu. Það tók um það bil hálftíma á að losna Arunroj frá slöngunni en farið var með hana upp á sjúkrahús þar sem hún hafði verið bitinn af slöngunni. Sem betur reyndist slangan ekki vera eitruð en hún var tæpir 4 metrar á lengd og 20 kíló á þyngd. Ekki liggur fyrir hvað var gert við slönguna eftir atvikið en hægt er að sjá myndband af því hér fyrir neðan.