2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Krefjast þess að breska þingið fari á netið

Breskir þingmenn krefjast þess að starfsemi þingsins fari fram í gegnum netið á meðan kórónaveirufaraldurinn gengur yfir.

Rúmlega hundrað breskir þingmenn hafa skrifað undir bréf frá þingmanni Verkamannaflokksins, Chi Onwurah, þar sem farið er fram á að reglulegir þingfundir fari ekki fram í þinghúsinu heldur á netinu á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.

„Í neyðarástandi sem hefur valdið því að heimilisfólki á þrjátíu milljón heimilinum hefur verið sagt að halda sig heima og bjarga mannslífum verðum við að sýna að við höfum líka „fengið skilaboðin“,“ segir Chi Onwurah meðal annars í bréfinu sem hún deildi á Twitter.

„Þó nokkrir meðlimir þingsins, þar á meðal forsætisráðherrann, hafa þegar fengið veiruna og það er ljóst að Westminster er ekki öruggt vinnuumhverfi og verður það ekki á meðan stór hluti þingmanna kemur saman þar. Við verðum að sýna gott fordæmi,“ segir Chi Onwurah í póstinum á Twitter og samþingmenn hennar hafa tekið vel í þessa tillögu eins og sést á því að þegar hafa rúmlega hundrað þingmenn skrifað undir það.

AUGLÝSING


Breska þingið er raunar ekki starfandi í augnablikinu, páskafríi þingmanna var flýtt í síðustu viku og þingið á ekki að koma saman aftur fyrr en 21. apríl.

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum