2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Landlæknir Skotlands segir af sér vegna brots á útgöngubanni

Catherine Calderwood landlæknir Skotlands sagði sig úr embætti í dag nokkrum klukkustundum eftir að Nicola Sturgeon forsætisráðherra landsins sagði að Calderwood myndi áfram veita skosku ríkisstjórninni ráðleggingar hvað kórónuveirufaraldurinn varðar.

Sturgeon sagði að Calderwood myndi ekki koma fram á fjölmiðlafundum og að opinber upplýsingaherferð sem hún væri hluti af myndi vera tekin úr kynningu Skoska ríkisstjórin hefur staðfest við miðilinn HeraldScotland að Calderwood sé ekki hluti af nýrri herferð.

Calderwood var áður búin að biðjast afsökunar eftir að hafa mistekist að framfylgja leiðbeiningum um útgöngubann, en í Skotlandi er nú bannað að fara út nema til að sinna nauðsynlegum erindum, og hefur lögreglan heimild til að handtaka þá sem brjóta gegn útgöngubanni. Calderwood fór tvisvar í sumarbústað ásamt fjölskyldu sinni.

„Ég biðst innilega velvirðingar á mínum athöfnum og þeim mistökum sem ég hef gert,“ sagði Calderwood.

AUGLÝSING


„Forsætisráðherra og ég höfum rætt saman í kvöld og komist að þeirri sanngjörnu niðurstöðu að hegðun mín dregur athyglina á neilkvæðan hátt frá því mikilvæga starfi sem ríkisstjórnin og heilbrigðisstéttin eru að vinna í því að koma landinu í gegnum þennan faraldur“ segir Calderwood, og bætir við að hún muni vinna að því næstu daga að koma eftirmanni sínum inn í málefni embættisins.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum