• Orðrómur

Lét lóga tíkinni sinni og jarða sig með henni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tíkinni Emmu var lógað, þrátt fyrir að hún væri fullkomlega heilsuhraust, svo að hægt væri að jarða hana með eiganda sínum.

 

Hinsta ósk bandarískrar dauðvona konu var að láta jarða sig með gæludýri sínu, tíkinni Emmu. Konan fékk ósk sína uppfyllta þrátt fyrir að starfsfólk dýraathvarfs í Virginíuríki hefði reynt að koma í veg fyrir að tíkinni yrði lógað því hún var fullkomlega heilsuhraust.

Þegar konan lést var Emmu lógað, hún brennd og sett í duftker og komið til nánustu aðstandenda eigandans svo að hægt væri að jarða þær saman. Þessi er greint frá á vef BCC.

Emma, sem var shihtzu blanda, var svæfð í mars þrátt fyrir að starfsfólk dýraathvarfsins hafi margreynt að sannfæra ættingja konunnar um að verða ekki við hinstu ósk hennar.

„Þetta var tík sem hefði verið auðvelt að finna nýtt heimili fyrir,“ sagði framkvæmdastýra dýraathvarfsins í samtali við fjölmiðla.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -