Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Lík trommuleikara Lotus og sonar hans fundin eftir þriggja vikna leit: „Við syrgjum þá djúpt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lík feðganna Charles Morris IV og Charles Morris V fannst í gær en þeir týndust í kajak ferðalagi þann 16. mars. Charles Morris eldri var trommuleikari í instrumental raftónlistarsveitinni Lotus.

Blessuð sé minning feðganna

Þremur vikum eftir að feðgarnir týndust í kajak ferðalagi í Beaver-vatni í Arkansas, fundust lík þeirra í gær, 9 apríl. Yfirvöld á svæðinu höfðu leitað daglega að feðgunum. Kemur þetta fram í frétt E News!.

„Eftir 24 daga leit hafa lík bæði Charles Morris IV og Charles Morris V verið endurheimt, þökk sé tækni og viðleitni allra sem tóku þátt í leitinni,“ skrifaði lögreglustjórinn í Benton-sýslu í yfirlýsingu á Facebook-síðu lögreglunnar. „Holloway lögreglustjóri, ásamt fjölskyldu Chuck og Charley, vilja þakka öllum sem gáfu tíma sinn og krafta í að endurheimta mennina tvo og veita þannig fjölskyldunni endapunkt.“

Yfirlýsing yfirvalda lauk með hjartnæmum skilaboðum til þeirra sem syrgja feðgana tvo, Chuck, 47 ára og son hans, Charley, 20 ára.

„Hugur okkar er með fjölskyldu Chuck og Charley Morris. Og við erum þakklát í dag að geta hjálpað fjölskyldunni að fá lyktir í málið.“

Seint í mars gaf hljómsveitin Lotus frá sér yfirlýsingu vegna leitarinnar á feðgunum.

- Auglýsing -

„Við vorum allir að vonast eftir kraftaverki, en á þessum tíampunkti er ljóst að björgunarleit að Chuck og Charley hefur nú breyst í endurheimt líka þeirra. Með hjálp frá K9-sveitinni, er búið að finna líklega staðsetningu þeirra á vatninu, en skipulagslegar áskoranir, þar á meðal tengt hitastigi, veðri og dýpi, hafa komið í veg fyrir endurheimt þeirra hingað til. Ekki er vitað hversu langan tíma þessar tilraunir munu taka. Þó að við syrgjum þá djúpt, ætlum við að fagna lífi Chuck og Charley, minningum okkar af þeim og hvað þeir skiptu miklu máli fyrir svo marga. Þakka ykkur öllum sem hafa sent okkur falleg orð, sögur og andlegan og fjárhagslegar stuðning.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -