Mánudagur 4. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Lögðu hald á 1.500 skjaldbökur á flugvellinum í Manila

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 1.500 skjaldbökur fundust á flugvellinum í Manila í gær. Þeim hafði verið smyglað ólöglega frá Hong Kong.

Lögreglan í Filippseyjum lagið hald á um 1.500 lifandi skjaldbökur á flugvellinum á Manila í gær. Skjaldbökunum, sem eru af nokkrum ólíkum tegundum, hafði verið smyglað frá Hong Kong. Þeim hafði verið vafið í límband eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Skjaldbökurnar fundust í fjórum ferðatöskum sem höfðu verið yfirgefnar á flugvellinum. Talið er að sá sem ber ábyrgð á töskunum hafi skyndilega ákveðið að hætta við áætlun sína. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þess má geta að áætlað er að það hefði verið hægt að selja skjaldbökurnar sem gæludýr fyrir upphæð sem nemur um 28 milljónum króna.

Mynd / Bureau of Customs NAIA á Facebook
Hverri og einni skjaldböku hafði verið vafið í límband.

Myndir / Bureau of Customs NAIA á Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -