Föstudagur 20. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Lögreglan leitar eiganda hunds sem réðist á 11 ára stúlku: „Þetta var átakanleg árás“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lundúnarlögreglan hefur birt myndskeið úr CCTV öryggismyndavél í tilraun sinni til að hafa upp á eiganda hunds sem réðist á 11 ára stúlku í september. Stúlkan, sem bjargað var af leigubílstjóra sem átti leið hjá, var flutt á sjúkrahús og var þar í nokkra daga vegna bitsára á lófa og handlegg en hún var á leið í skólann er árásin varð.

Fram kemur í breska fjölmiðlinum Mirror að lögreglan freisti þess að finna eiganda hins stjórnlausa hunds sem réðist á 11 ára stúlkuna, með því að birta af honum ljósmyndir og myndskeið.

Eigandinn með hundana sína tvö

Fórnarlambið hlaut fjöldi bitsára á hendi sem og handlegg en hún var á leið í skólann í Tower Hamlets hverfinu í Austur-Lundúnum klukkan um það bil 8:30 þann 28. september síðastliðinn.

Það var leigubílstjóri sem átti leið framhjá sem bjargaði stúlkunni með því að ráðast á hundinn með hafnarboltakylfu.

Eigandi hundsins, sem var með dökka derhúfu á höfði, flúði af vettvangi áður er lögreglan kom á staðinn. Stúlkan var flutt á sjúkrahús þar sem hún dvaldi í nokkra daga á meðan gert var að sárum hennar.

Lögreglan gaf út yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hundaárás sem kom 11 ára stúlku á sjúkrahús, hafa nú birt myndskeið sem sýnir eigandann með tveimur hundum sínum. Fórnarlambið var á gangi á Ben Jonson götu í Stepney Green, Tower Hamlets hverfi um klukkan 8:30 miðvikudaginn 28. september þar sem hún mætti tveimur hundum. Annar þeirra réðist skyndilega á hana og beit hana ítrekað í hönd hennar og handlegg.“

- Auglýsing -

Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýna árásina en þar má sjá stúlkuna öskra á jörðinni á meðan hundurinn sést bíta í handlegg hennar. Vegfarandi sést reyna að draga hundinn af stúlkunni án árangur. En þá sést annar maður hlaupa úr leigubíl sínum til að hjálpa stúlkunni. Hann hljóp svo aftur að bíl sínum og snéri til baka með hafnarboltakylfu. Leigubílsstjóri sló síðan hundinn með kylfunni þar til hann sleppti stúlkunni.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Luke Hampton sagði: „Þetta var átakanleg árás og langvarandi á unga stúlku á leið í skólann.“

Hægt er að sjá myndskeiðið af eigandanum með hundana sína tvö hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -