Lögreglumenn í Indiana björguðu sirkusdýrum eftir að kviknað hafði í flutningsbíl sem þau voru í.
Það er ekki á hverjum degi sem lögreglumenn þurfa að bjarga dýrum úr logandi bílum, hvað þá sirkusdýrum en það er nákvæmlega það sem lögreglumenn í Indíana í Bandaríkjunum þurfti að gera um helgina. Þá kviknaði í vöruflutningabíl sem var að flytja dýrin milli staða og þurfti ökumaður bílsins að yfirgefa bílinn með svo hratt að ekki gafst tækifæri til að koma dýrunum úr bílnum.
Þegar lögregla og slökkvilið mættu staðinn tókst að bjarga dýrunum og slökkva eldinn. Dýrin sem um ræddi voru kameldýr og sebrahestar og tóku lögreglumenn myndir af sér með dýrunum þegar ljóst var að hættan var liðin hjá. Ekkert dýranna slasaðist og ekki heldur bílstjórinn en tveir lögreglumenn fengu reykeitrun við störf. Þeir fóru á spítala en voru fljótt útskrifaðir þaðan.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.